Óuppgerður kostnaður við prófkjör Sjálfstæðismanna

Einungis sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurkoðunar vegna kostnaðar við prófkjör

Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir eru í efstu tveimur sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Hvorki Ármann Kr. Ólafsson né Margrét Friðriksdóttir, sem sitja í tveimur efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað við prófkjör sem fram fór þann 8. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur í dag. Þau Ármann og Margét háðu harða baráttu um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu.

Frambjóðendur hafa þrjá mánuði til að skila upplýsingum til Ríkisendurskoðunar, samkvæmt lögum, hafi kostnaður við prófkjörið farið yfir 400 þúsund krónur.

Samkvæmt lögunum mega frambjóðendur nota mest eina milljón króna til prófkjörs en í tilviki Kópavogs, vegna stærðar sveitarfélagsins, má þessi upphæð fara upp undir fimm milljónir króna.

Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að einungis Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem er í þriðja sæti flokksins, hafi skilað inn uppgjöri vegna prófkjörsins en bæjarblaðið Kópavogur hefur upplýsingar um að Hjördís Johnson, sem situr í fjórða sæti listans, hafi einnig skilað uppgjöri. Ekki hvílir lagaskylda á frambjóðendum að skila inn uppgjöri fari kostnaður undir 400 þúsund krónum en sex af fimmtán frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu hafa skilað inn gögnum til Ríkisendurskðunar.

Í samtali við bæjarblaðið Kópavog í dag segir Ármann að sótt hafi verið um frest til Ríkisendurskoðunar fyrir 8. maí þar sem endanlegir kostnaðarreikningar og styrkir voru ekki búnir að skila sér. Uppgjöri verði skilað þegar það liggur fyrir. Þó er ljóst að kostnaður prófkjörsins er innan tilskilinna marka, er haft eftir Ármanni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn