Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, dregur sig í hlé frá stjórnmálaþátttöku. Verður ekki í framboði næsta vor.

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Þetta mun hann tilkynna formlega á aðalfundi Framsóknarfélagsins í Kópavogi sem fram fer í kvöld. „Þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að sinna fjölskyldunni betur en kem svo tvíefldur til baka fyrir kosningarnar 2018,“ segir Ómar sem hefur verið á vettvangi sveitastjórnarstjórnmálanna frá árinu 1990.

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.

-Hvers vegna þessi tímasetning, af hverju dregur þú þig í hlé núna?

„Það er fyrst og fremst út af fjölskyldunni. Ég á þrjú börn sem eru á skólaaldri og mig langar að fylgjast enn frekar með þeim og athuga hvort ég eigi einhverja vini ennþá. Það er engin önnur ástæða,“ segir Ómar, sem boðar endurkomu í stjórnmálin síðar. „Ég ætla að bjóða mig aftur fram árið 2018 og verða þá í þessu eins lengi og ég á möguleika á.  Ég ætla ekkert að þekkja minn vitjunartíma,“ segir Ómar og hlær.

-Það eru þá ekki tvísýnar horfur hjá Framsóknarflokknum sem fá þig til að taka þessa ákvörðun núna?

„Nei, síður en svo. Þetta hefur verið að gerjast hjá mér mjög lengi og margir hafa vitað af, þetta hefur legið lengi fyrir. Það er nóg til af kraftmiklu fólki í Framsóknarflokknum og það kemur alltaf maður í manns stað. Ég klára bara mitt kjörtímabil og verð ekki í endurkjöri í vor. Hleypi nýju fólki að. “

Nánar verður rætt við Ómar í næsta Kópavogsblaði þar sem hann gerir upp árin í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn